top of page
Refur-1-4.jpg

SPENDÝR

Ljósmyndir Eyþórs Inga Jónssonar

UM SÍÐUNA

Eyþór Ingi Jónsson, tónlistarmaður á Akureyri og náttúruljósmyndari, á allar myndir og myndbönd á síðunni. Eyþór hefur afar mikinn áhuga á villtum dýrum og dýraljósmyndun og hefur unnið náið með vísindamönnum víða um land að fuglamerkingum, talningum og öðrum störfum.

Nátturuáhuginn hefur fylgt Eyþóri frá æsku en hann fór að mynda fugla af einhverju ráði árið 2010. Eyþór leggur sérstaka áherslu á að mynda fugla í Flatey á Breiðafirði og á NA-landi. Eyþór leitast við að blanda saman ljósmyndum þar sem dýrið er í aðalhlutverki og myndum þar sem dýrið er fjær á myndinni, t.d. í fallegu landslagi eða í vondu veðri. 

 

Síðan fyrst og fremst ljósmyndasíða og er í stöðugri þróun og verður myndum og myndböndum bætt við inn á hana.  

Hægt er að kaupa útprentanir eða rétt til birtingar á vefmiðlum eða í tímaritum/bókum af öllum myndum síðunnar.

Vinsamlegast sendið fyrirspurn til Eyþórs.

Eyþór er einnig með ljósmyndasíðurnar eythoringi.com, icelandicbirds.com, icelandicbirdvideos.com og icelandicmammals.com

bottom of page